36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 26. janúar 2024 kl. 10:05


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 10:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:05

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritarar:
Brynjar Páll Jóhannesson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Dagskrárlið frestað.

2) 617. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Þórisson og Guðjón Bragason frá Grindavíkurbæ.

Þá komu á fund nefndarinnar Arnar Þór Sævarsson og María Kristjánsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneyti þar sem fram kæmu sjónarmið um útgáfu leiðbeinandi reglna um álagningu fasteignaskatts á grundvelli frumvarpsins ásamt skýringum og sjónarmiðum þeim sem búa að baki 4. tölul. a-liðar 1. gr. frumvarpsins. Auk þess óskaði nefndin eftir að fá afhent það minnisblað sem frumvarpið byggist á og var undanfari frumvarpsgerðarinnar.

3) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25